top of page
Image by Mael BALLAND

Tenging við AIS og GPS

Strandvari tengist GPS- og AIS-kerfum skipsins og getur einnig tengst dýptarmæli, áttavita og fleiri tækjum. 

Ef tenging við kerfin rofnar er tækið sjálft með innbyggt GPS.

Stormy Sea

Sjávardýpi

Strandvari er með upplýsingar um sjávardýpið allt í kringum landið og varar við grynningum löngu áður en dýptarmælir skipsins greinir þær.

gps.png

GPS-punktar

Strandvari er með 

GPS-punkta fyrir strandlengju Íslands, eyjar og sker, auk kletta og boða sem fara á kaf í flóði. Tækið er einnig með upplýsingar um stórstreymi þar sem útfiri er mikið.

Strandvari
Hvernig virkar Strandvari?

IMG_7178.jpg
IMG_7178.jpg

Virkni 

​​

Tenging við tæki skipsins

Strandvari tengist eftirfarandi tækjum í skipinu:

- GPS-tæki til að fá staðsetningu, hraða og stefnu.
​- AIS-tæki til að fá upplýsingar um önnur skip í nágrenninu, þ.e. staðsetningu þeirra, hraða og stefnu

- Dýptarmæli.

- Áttavita.

Tækið virkar þótt það fái aðeins merki frá AIS. Það virkar einnig þótt það fái aðeins merki frá GPS, en þá er ekki varað við árekstri við önnur skip.

​

Einfalt viðmót

7“ skjár sýnir staðsetningu skipsins.

Skjárinn er snertiskjár en yfirleitt er ekki þörf á að nýta sér það.

Myndin á skjánum er teiknuð út frá GPS-hnitum fyrir strandlengjuna.

Þó að myndin sé einföld miðað við myndir í siglingatækjum skipsins, þá sýnir hún rétta mynd af strandlengjunni og er ágætt mótvægi við mynd í plotter sem byggir á kortagrunni.

​

Einfalt í notkun

Tækið er aðeins með 2 hnappa:
- Stöðva hljóðmerki; rautt ljós blikkar í hnappnum þegar hættuástand varir.
- Snúningshnappur; til að stilla ýmsa þætti á auðveldan hátt, t.d. viðbragðstíma, þ.e. hversu snemma eigi að gefa hljóðmerki þegar hætta kemur upp.

​

Samskiptastaðlar

Tækið getur tekið við merkjum samkvæmt ýmsum stöðlum eins og RS422, RS232 og RS485.
 

NMEA0183

Strandvari getur notað NMEA0183-tengingu,  en slíkar tengingar voru allsráðandi á markaðnum til skamms tíma. Það eru hefðbundin serial-samskipti samkvæmt RS422 staðlinum sem er sambærilegt við RS232 en er ónæmara fyrir truflunum. Þá er Strandvari tengdur við hvert tæki með sér leiðslu.

 

NMEA2000
Strandvari getur einnig notað NMEA2000-tengingu, en það hefur verið að ryðja sér til rúms á síðustu árum, sérstaklega í minni bátum. Þá þarf aðeins eina tengingu inn á CAN-bus til að ná í öll merki og samskiptahraðinn er umtalsvert meiri.

bottom of page