
​
STRANDVARI
Varar við strandi og yfirvofandi árekstrum
Varar við strandi
Fylgist stöðugt með siglingu skipsins og varar við strandi.
​Árekstrarvörn
Fylgist með öðrum skipum og varar við árekstri við þau.
Alsjálfvirkur
Þarf ekki að ræsa eða stilla. Strandvari er alltaf á verði.

Tilgangur
Á fyrsta áratug þessarar aldar strönduðu 27 bátar og skip hér við land vegna þess að skipsstjórnandinn sofnaði.
​
Það vill bregða við að stjórnendur virki ekki viðvörunarbúnað sem þó er til staðar í leiðsögutækjum og dýptarmælum.
​
Strandvari er alsjálfvirkur og er alltaf á verði
án þess að það þurfi að stilla hann.
Sérstakir eiginleikar hans koma einnig í veg fyrir falskar viðvaranir.

Strand Akrafells við Vattarnes í september 2014 er dæmi um atvik þar sem skipstjórnandi sofnaði.

Styrktaraðilar



Hvað finnur þú í Strandvara?

Tenging við GPS og AIS
Strandvari tengist GPS- og AIS-kerfum skipsins og getur einnig tengst dýptarmæli, áttavita og fleiri tækjum.
Ef tenging við kerfin rofnar er tækið sjálft með innbyggt GPS.

GPS-punktar
Strandvari er með
GPS-punkta fyrir strandlengju Íslands, eyjar og sker, auk kletta og boða sem fara í kaf á flóði. Tækið er einnig með upplýsingar um stórstreymi þar sem útfiri er mikið.