top of page

Eiginleikar
1
Alsjálfvirkur - alltaf á verði
Það þarf ekki að stilla tækið til að það gefi viðvörun.
2
Varar við strandi skipsins
Varar tímanlega við strandi, ef skipið stefnir í land.
3
4
Árekstrarvörn
Tækið fylgist með skipum í grenndinni og varar við yfirvofandi árekstri við þau.
Varar við grynningum
Varað er við grynningum,
löngu áður en dýptarmælir skipsins greinir þær.
5
Engar falskar viðvaranir
Það sem gerir tækið einstakt er að það er alltaf á verði án þess að það þurfi að stilla það.
6
Hættugreining
Tækið greinir hættulega strandlengju frá þekktri strönd og gefur aðeins viðvörun ef ástæða er til.
7
8
Tekur tillit til sjávarfalla
Strandvari er með innbyggðar flóðatöflur og reiknar út flóðhæðina þar sem skipið er statt.
Einfalt viðmót
Aðeins 2 hnappar; þrýstihnappur sem stöðvar hljóðmerki og snúningshnappur sem stillir ýmsa þætti. 7“ snertiskjár sýnir staðsetningu skipsins.
9
Sýnir siglingarbauju
Skjárinn sýnir rétta staðsetningu siglingarbauja, sem stundum geta færst úr stað.
10
AIS-netabaujur
Skjár sýnir AIS-netabaujur.
AIS-baujur sem tilheyra skipinu eru sýndar rauðar á skjánum.
11
Gátlisti
Gátlisti til að fara yfir áður en lagt er úr höfn.
12
Vatnsþétt minnisgeymsla
​
Upplýsingar um siglingu skipsins ef hættuástand hefur skapast eru geymdar í vatnsþéttum minniskubbi sem þolir að skipið sökkvi.
13
Þekkir fiskeldiskvíar
Fiskeldiskvíar eru sýndar á skjánum og varað við árekstri við þær.
14
Vökustaur
Það er einnig hægt að láta tækið virka eins og vökustaur án þess að breyta öðrum eiginleikum þess.
15
Hreyfiskynjari
Tækið er búið hreyfiskynjara. Ef engin hreyfing er í brúnni þegar hætta er á strandi eða árekstri, þá er gefin viðvörun fyrr en ella.
16
Viðvörun í útfiri
Í tækinu eru upplýsingar um boða/kletta sem fara á kaf á flóði og stórstreymi. Þar sem útfiri er mikið er gefin viðvörun fyrr en ella.
17
Skipaskrá
Tækið greinir MMSI-númer skipsins í skeyti frá AIS-tæki þess og flettir því sjálfkrafa upp í skipaskrá. Þannig veit tækið m.a. stærð skipsins og djúpristu.
18
Lærir staðhætti
Ef lagt er að óþekktri höfn eða bátalægi lærir tækið að þekkja höfnina. Næst þegar siglt er að höfninni er ekki gefin viðvörun.
19
NMEA0183-tenging
Strandvari getur notað NMEA0183-tengingu til að tengjast siglingatækjum í skipinu.
20
NMEA2000 tenging
Strandvari getur notað NMEA2000-tengingu. Þá þarf aðeins eina tengingu inn á CAN-bus til að ná í öll merki og samskiptin eru mun hraðari.
bottom of page
